fimmtudagur, mars 23, 2006

Bústaðarhelgi að baki

Skruppum í bústað um helgina á Flúðir og var það ákaflega notalegt. Reyndar var nú um hús að ræða sem var ekki verra, enda allt til alls, uppþvottavél og hvað eina. Palli&Erla&Óðinn Bragi komu með og voru þeir Bjartur rosalega góðir saman um helgina. Bjuggu sér til hús í kojunum, hlupu fram og aftur, hermdu eftir hvor öðrum, léku sér og voru bara afsakaplega góðir saman. Ásdís og Þóra bættust svo í hópinn á laugardaginn og þótti mér merkilegt hvað okkur tókst að gera lítið annað en að hanga, borða og sötra bjór...enda var bara alveg nóg í bland við það að hafa börnin með í för. En maður þarf að gera meira af þessu og held að það sé nokkuð öruggt að maður verður að fara aftur þarna í bústað og þá í lengri tíma en bara yfir helgi =)

Engin ummæli: