Síðan að Sunna bættist í fjölskylduna hefur lítið fréttnæmt náð hér inn. Fréttaleysi er ekki þar um að kenna heldur frekar að nóg sé að gera. Þegar við vorum bara með Bjart var endalaus tími til að dást að honum og allaf gat annað okkar gert eitthvað annað. Nú er hins vegar alltaf nóg að gera fyrir okkur bæði og ekki hef ég hugmynd um hvað við gerðum áður en við eignuðumst Bjart.
Auk þess að verja tíma með fjölskyldunni og stunda fulla vinnu hef ég dottið í það að sinna tónlistaráhugamálinu með Kóngulóarbandinu sem vatt reyndar aðeins uppá sig á seinasta ári og varð til rokksveitin Disless og er stefnan að taka upp efni með báðum sveitum ár árinu. Síðan ætluðum við Hugi okkur að skella saman uppskriftavef og gæti orðið mjög skemmilegt... þegar ég "finn" tíma til að komast af stað þar :)
Seinustu tvö jól hef ég tekið saman myndbandsklippur ársins og unnið heima-DVD af Bjarti. Nú er ég kominn aðeins á eftir með það en tókst samt að taka saman og panta ljósmyndabók( frá MyPublisher ) frá fyrsta árinu hans Bjarts. Hún kom rosalega vel út og munu fleiri verða pantaðar, enda er langt síðan ég hætti að framkalla myndir og setja í myndaalbúm( nú er bara allt í tölvunni ).
Óli&Sigrún sendu okkur áramótaannál sem ég hafði mjög gaman af og ef tími gefst þá náum við Bína vonandi að taka seinasta ár út og koma því í vana því mér finnst það vera mjög skemmtilegt að geta rennt fljótlega yfir hvað maður gerði af sér á liðnu ári....nú er bara að skipuleggja tímann vel =)
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli