þriðjudagur, maí 15, 2007

Abbababb

Kominn í fæðingarorlof og hef einnig nýtt það í að mála íbúðina, svona þar sem Sunna er svo stillt ;) En annars rosalega gott að fá tíma til að vera heima og kynnast Sunnu aðeins meira en nokkra tíma í viku, ætla að vona að þeir lengi fæðingarorlofið í 1 ár fyrir verðandi foreldra. En þar sem seinasta færsla hérna var um leikrit ætla ég að hafa þessa líka þannig. Við fórum með Bjart að sjá Abbababb seinustu helgi ásamt Bödda&Bekku. Bjartur settist fremst á dýnur sem voru á gólfinu fyrir framan sviðið. Sýningin hófst og hann sat og hreyfði sig varla allan tímann. Sýningin var fínasta barnaskemmtun og hafði ég einnig gaman af þ.s. ég þekki lögin vel. Verst fannst mér þó að Sigurjón Kjartans var vant við látinn og því var Felix Bergsson í hlutverki Hr. Rokk, en ég hefði frekar viljað sjá Sigurjón þ.s. ég hef lúmskt gaman af honum. Þegar að komið var að hléi voru "stóru strákarnir" búnir að ræna Aroni Neista og Bjartur sat enn í sömu stöðu og þegar að leikritið hófst. Hann leyfði sér loksins að standa upp og var ekki lengi að finna ömmu&afa sem sátu rétt hjá dýnunum. Þá var minn orðinn afskaplega lítill og þráði ekkert heitar en að fara beinustu leið heim og líklega höfðu stóru diskó strákarnir verið aðeins of mikið fyrir hans litla hjarta. Við feðgar fórum að skoða trommusettið og ég útskýrði fyrir honum að þetta væri ekki í alvöru, heldur meira eins og að þau væru að segja okkur sögu. Á endanum róaðist litla hetjan og samþykkti að klára sýninguna, en þó bara með því skilyrði að fá að sitja hjá mömmu( enda var mæðradagurinn og vaknaði Bjartur með mikla mömmu-sýki ). Sýningin hélt áfram og allt fór vel að lokum, Aroni Neista var bjargað og allir krakkarnir í salnum( Bjartur meðtalinn ) hjálpuðu til við að blása á eldinn í skólanum svo hann slokknaði. Þegar við komum heim hafði Sunna tekið smá frekjukast á Balla&Valgeir og varð yfir sig ánægð þegar að mamma mætti á svæðið( enda mæðradagurinn ;)

Engin ummæli: