miðvikudagur, janúar 16, 2008

Bjartur fær gleraugu

Bjartur fór til augnlæknis í dag eftir að kom í ljós í þriggja og hálfs árs skoðuninni að hann notaði annað augað lítið. Niðurstaðan er að hann er með latt auga og gæti þurft að láta líma yfir það í smá tíma með lepp. Einnig er hann fjarsýnn og verður því að fá gleraugu. Hann er ekki alveg sáttur við þessa breytingu þannig að við verðum að reyna að finna leið til að gera þetta meira spennandi fyrir honum ;)

Átti nú alveg von á að hann fengi gleraugu en þá vegna nærsýni sem hann hefði erft frá okkur. Einnig kom þetta að óvart því hann er afskaplega duglegur að teikna og klippa. Stundum vill hann sitja nálægt sjónvarpinu( þótt hann fái það ekki ) þannig að ekkert hefur bent til þess að hann væri fjarsýnn.

Annars er janúar undirlagður í læknaheimsóknum, viðhaldseftirlitið á Bjarti ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja herna her. Bara svipad astand a vinunum:-)Emil Gauti er ad fara til laeknis i lok jan. til ad athuga hvort hann thurfi gleraugu nuna. Doksinn vildi bida i 1 ar i fyrra.
Ohhh hann verdur svooo mikid krutt med gleraugu!!
Kossar og knus fra Thailandi
Berglind