þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Málningarhelgi

Engin var útilegan þessa verslunarmannahelgi, enda nóg að gera í málningarvinnu á baðherberginu. Nýtti tækifærið fyrst það var löng helgi og pússaði aðeins á baðinu og málaði svo, enda kominn tími á baðveggina. Pússningarvinnan minnti mig óþægilega á tímann þegar við vorum að taka íbúðina í gegn og hefði ég alveg viljað sleppa þeirri upprifjun, hún hefur kannski kallað fram í mér gamla þreytu :) Megnið af helginni fór í að taka baðið i gegn en okkur tókst að kíkja í sund og fjöruferð. Skrapp líka í bílskúrinn hjá Tóta týnda á föstudaginn þar sem vel valdir menn mættu og glömruðu á hljóðfæri fram eftir kvöldi, alltaf gaman að djamma með góðum mönnum ;)

Engin ummæli: