Linda & Siggi gengu í það heilaga á Eskifirði. Við skelltum ormunum í pössun og mættum svo barnlaus en vel byrgð af áfengi á Mjóeyrina á Eskifirði. Föstudagskvöldið fékk athygli ýmissa áfengra drykkja og var setið yfir varðeldi langt fram á nótt. Þegar við skriðum í bólið voru við ásamt Begs&Nonna komin í grunnskólafíling í skólaferðalagi. Á endanum lognuðust þó allir útaf.
Laugardagurinn varð sumum erfiður og tók sinn tím að komast í gang. Mér tókst að koma mér út fyrir hádgi og kíkja á kraftatröll sem voru að keppja í álkasti á eyrinni. Eitt þeirra gekk uppað mér, benti á hvað aðstoðarmaður var að berjast við að nudda bakið á einutröllinu og sagði þrymjandi röddu „Þarna er hægt að fá nudd“ og hló dymjandi röddu. Ég píndi uppúr mér einhverskonar smátittlingahlátur til að styggja ekki dýrið enda hefði það auðveldlega getað pakkað mér samn og fleygt mér út í sjó. Það fór svo bara sína leið og ég hélt mig í hæfilegri fjarlæð á meðan keppninni stóð svo ég fengi ekki álið í hausinn sem þeir fleygðu lengra með hverju kantinu.
Brúðkaupið & veislan gengu svo í garð með tjútti fram eftir nóttu og eru má sjá nokkrar myndir frá helginni.
laugardagur, ágúst 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli