mánudagur, janúar 28, 2008

Málningarhelgi

Eftir upphringingu á föstudagsmorguninn sem lýsti óspennandi lífreysnlu á leikskólanum eru allir að ná sér á strik. Ég slapp við að vera viðstaddur þannig að ég fékk bara vægt sjokk m.v. Bínu sem var á staðnum. Á laugardaginn "drattaðist" ég loks til að mála "hjónaherbergið". Reyndar erum við Bína ekki enn hjón...og "hjónaherbergið" er þar að auki litla 6fm barnaherbergið... en það er efni í margar spennandi færslur sem birtast hér á næstu vikum...bíddu spennt(ur)!

En herbergið kemur bara vel út með "blautan sand" á veggjunum ;)

P.s nýjar myndir komu um daginn og einnig nokkur video.

4 ummæli:

Bína sagði...

Bíddu... af hverju ertu að reyna að fá fólk til að halda að herbergið sé eitthvað lítið??
ég er svo ánægð með svítuna okkar ;o) plentí pláss

Nafnlaus sagði...

Ég veit líka um ráð til að stækka herbergið, þið getið fengið ykkur minna rúm! hahaha, ég veit að Logi myndi vilja það;) Annars er ég svona að jafna mig á síðasta kommentinu hans Loga þarna um daginn...;)

harpa sagði...

dettur sandurinn ekkert af veggnum?

Bína sagði...

hehehe jú- þegar hann þornar. Helgarnar hans Loga fara hér eftir í að vökva :p