miðvikudagur, apríl 23, 2008

Þursabit?

Í gærmorgun vorum við feðgar á leiðinni leikskólann þegar ég lyfti honum upp með þeim afleiðingum að eitthvað í bakinu ákvað að gefa sig. Ég átti bágt með að komast til vinnu þótt ég væri í bíl og hélt í mér að öskra ekki alla leiðina. Í vinnunni var ég iðinn við að standa upp og hreyfa mig til að reyna að liðka bakið. Þegar ég var spurður í annað sinn hvort ég væri með þursabit varð ég að fletta því upp þ.s. ég vissi ekkert um þursabit. Í leit minni á netinu rakst ég á eftirfarandi setningu:

"Hins vegar hefur komið í ljós að verkirnir hverfa fljótar og minni hætta er á að þeir verði langvarandi ef sjúklingurinn hreyfir sig eins mikið og hann mögulega getur og reynir að lifa eðlilegu lífi."

Sem vakti undarlega mikla kátínu í mínum litla huga þegar ég sá sjálfan mig fyrir mér hlaupandi um í vinnunni.

Þegar þarna var komið sögu var ég nokkuð viss um að ég væri nú ekki svona illa haldin en samt las ég hina greinina sem ég hafði flett upp og rakt á eftirfarandi atriði:
  • Ef þú hættir skyndilega að hafa stjórn á þvaglátum eða ef þú verður tilfinningalaus í klofinu leitaðu þá samstundis til læknis.

  • Ef þú missir mátt í öðrum eða báðum fótum hafðu þá samband við lækni strax.

  • Ef verkirnir verða óbærilegir leggðu þá íspoka á svæðið þar sem verstu verkirnir eru í u.þ.b. 10-15 mínútur. Mikilvægt er þó að hafa íspokann ekki of lengi á auma svæðinu.

  • Ef verkirnir hafa varað lengi getur verið gott að læra styrktaræfingar og vera síðan duglegur við að gera æfingarnar. Læknar, sjúkraþjálfarar og hnykkjarar (kírópraktorar) geta kennt þér æfingarnar.


Og átti ég bágt með mig að lesa þetta þ.s. mér fannst þetta allt óskaplega fyndið...sem einhverjum finnst kanski óviðeigandi? En ég úrskurðaði því að ég væri ekki með þursabit eða aðra alvarlega bakverki og var það staðfest í fyrramálið þegar ég var orðinn mun betri...kanski vegna þess hversu mikið ég hló ;)

1 ummæli:

Siggi Árni sagði...

"Ef þú hættir skyndilega að hafa stjórn á þvaglátum eða ef þú verður tilfinningalaus í klofinu leitaðu þá samstundis til læknis."

Holy shit! Ég er búinn að vera tilfinningalaus í klofin síðastliðin átta ár!
Ég þarf að fara að tékka á þessu