mánudagur, júní 09, 2008

Frekur örbygljuofn

Berglind benti Bínu á það um daginn hversu frekur örbylgjuofninn okkar er og það er nokkuð til í því. Hann verður nefnilega alveg brjálaður þegar hann hefur lokið við að hita og linnir ekki látum fyrr en hann er tæmdur. Við erum orðin svo vön þessu að það er gaman að fá ábendingu um eitthvað svona sem ætti að fara í manns fínustu. Kanski hefur hönnuðurinn af honum alltaf verið að gleyma matnum sínum í ofninum og viljað fá áminningu?

Engin ummæli: