Bína gaf mér jóladagatal...24 pakkar...einn á dag:
...og hún mældi með að geyma þetta á köldum stað ;) Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir jólunum...þetta verða klárlega bestu jólin ever ;)
fimmtudagur, nóvember 25, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
25 ummæli:
Vá, flott. Hvað er betra en jóladagatal sem geymist best kalt?
Ekki neitt held ég ;)
Snilld! Ég myndi geyma allt þangað til 24. og þá opna (og drekka) alla í einu. Þannig gerði maður allavega stundum með súkkulaðidagatalið í gamla daga. Biðin pottþétt þess virði ;)
Já, það er reyndar snilldar hugmynd...verst að ég veit að það eru Bock bjórar í 2 og er svo spenntur að ég get ekki beðið ;)
Síðan þarf maður víst að sýna ávallt hóflega drykkju, bara 14 á vikubasis og 2 á dag ;)
Fyrsti bjórinn var Egils Jólabjór. Endaði á fundi seint í kvöld og svo róti, ekki slæmt að koma heima og ná í kaldann bjór út á svalir...þó það sé nú merkilega heitt m.v. byrjun desember. Jólabjórinn frá Egils var bara fínn, svoldið malt og lakkrís bragð og engu ofgert...gæti alveg drukkið nokkra við hvaða tilefni sem er ;)
Aftur kom ég seint heim, núna útkeyrður eftir bandýæfingu og í 2. pakkanum var Egils Malt Jólabjór. Hann var mjúkur & sætur en ætti jafnvel betur við með einhverju til að narta í með. Það kemur ábyggilega annar svona uppúr kassanum...vonandi bara ekki á fimmtudegi ;)
Enn seint heim, nú var það Pókerklúbburinn Bjólfur sem stóð fyrir "Póker fyrir Seyðfirðinga og velunnara á Rauða ljóninu" sem ég lét mig ekki vanta á. Kominn nístingskuldi en það virðist enn vera líf í dagatalinu út á svölum, ekki náð að frjósa í gegn. 3ji bjórinn var Jule Bryg sem ég kannast ekkert við. En það er kalt jólabragð af honum og ljúft að koma heim og fá sér einn ÍS-kaldan ;)
Dagurinn byrjaði snemma hjá Miss D og var ég ítrekað rekinn á fætur af litlu ráðskonunni. Eftir erilsaman dag á balletsýningu hjá Sunnu sætu sól og skátaheimsókn hjá Bjarti í skítakulda var restin af deginum tekin heim fyrir. Jólajökull kom úr 4 pakkanum og var vel þeginn eftir rólyndis dag í kjölfar anna. Hann fær mjög góða dóma hjá mér og held ég að hann sé með yfirhöndina af þeim sem komið hafa úr kassanum/dagatalinu =)
5. var Budweizer, léttur og hentaði afskaplega vel með síðkvöldspizzunni eftir rólegan dag heima fyrir.
6. var Kaldi og eins kaldur og hann getur orðið. Bjórarnir virðast hafa þolað þann fimbulkulda sem hefur verið síðustu daga. Kassinn og pappírinn hlýtur að duga þeim á svölunum til að dansa hárfínt við frostmark alkahóls. Fínasti bjór svona á mánudagskvöldi =)
7. Royal X-mas, veit nú varla hvaða bjórtegund Royal er en þessi var mjög góður...sérstaklega miðað við að hann kom úr lítilli dós ;) Hann er alveg í toppbaráttunni.
8. Tuborg Christmas Brew í flösku. Kann mjög vel hann og hef drukkið svoldið af honum gegnum árin og undanfarið. Finnst sjónvarpsauglýsingin sérstaklega skemmtileg...kemmst allaf í jólaskap við að sjá hana...og jafnvel að drekka bjórinn líka ;)
9. Carlsberg á afmælisdaginn. Hann rennur alltaf jafn ljúft niður er heldur áfram að vera uppáhalds ljósi bjórinn ;)
10. Víking jólabjór. Eins og fleiri jólabjórar er hann alveg að standa undir nafni. Hinsvegar stalst ég nú í annan bjór í gærkvöld líka. Var það Jökull með grænum miða (hef bara séð hann með appelsínugulum, kannski er þetta bara sami bjórinn me nýjum miða). En hann finnst mér sérstaklega góður =)
11 Bock. Hann er vel brenndur og bragðmikill og mjög góður. Fínn til að taka einn en ég myndi varla drekka marga í einu.
12. Kaldi, dökkur lager, afskaplega góður =)
13. Stella Artois...hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá bragðlaukunum hjá mér.
14. Egil Jólabjór - fínasti jólabjór, það eru samt einhverjir sem komu á undan honum sem eru enn í hærra sæti.
15. Miklholts Papi - súkkulaði porter. MJÖG rammur en merkilega góður...ég fékk meira að segja flash back á bragðið daginn eftir sem vakti bara upp góðar tilfinningar, þannig að hann sat vel í mér.
16. Íslenskur Úrvals PILS organic. Þessi var undarlega mjúkur og góður. Ekkert sérstaklega merkilegur EN það var eitthvað við hann seme ég veit ekki hvað var.
17. Albani Jule Byrg. Hef aldrei séð þennan bjór áður...þarf nú að fara að heimsækja "betri" áfengisverslun við tækifæri. Fann strax við fyrsta sopa að þessi bjór var sterkari en hinn almenni og þar reyndist rétt. 7% er of mikið áfengisbragð af bjór fyrir bjórbragðið sem ég sækist í.
18. Maltbjór aftur, en í tilefni laugardags (sem ég hafði veðjað á sem fæðingardag) opnaði ég líka Köstritzer Schwartzbier sem er búinn að bíða opnunar í ískápnum nokkuð lengi. Mjúkt brennt bragð og rennur vel niður og skemmir ekki fyrir að verra í stórri flösku ;)
19. Royal X-mas dökkblá dós, ekki jafn góður og ljósa bróðirdós hans, 5.6%...þarf að tékka hvað hinn var, hefði haldið að hann væri minna en mér var sagt að ljósi væri sterkari.
20. Jólatúborg - hann klikkar aldrei...sérstaklega ekki sjónvarpsauglýsingarnar ;)
21. Newcastle Brownale - það er nú bara eins og að þessi hafi verið upphaflegi jólabjórinn =)
22. Stout - mjög rammur og góður sem slíkur.
23. Röroya Bjór Jóla Bryggj - fínn jólabjór, yfir meðallagi, sem er bara nokkuð gott m.v. hvað jólabjórarnir eru góðir ;)
24. Jóla-BOCK, fullkominn endir. Ég held með réttu að þetta hafi verið bestu jól ever og þó jóladagatalið eigi vissulega þátt í því (og er ég búinn að koma því til skila að þetta verði að vera á hverjum jólum) þá er nú koma jólabarónsins það sem fullkomnaði jólin í ár =)
Skrifa ummæli