föstudagur, maí 20, 2011

Helgarferð á Seyðis

Skrapp með eldri börnin 3 austur yfir helgina. Þau voru í góðu yfirlæti hjá Helgömmu á föstudagsmorguninn og eftir hádegi léku þau við Snorra frænda og fóru í fjöruferð og á leikvöllinn.
Það var þægilegt að vera ekki með ungabarn í för og geta skilið þau eftir góðan tíma á meðan ég sinnti öðru. Óli hafði fengið mig austur til að hjálpa til með Skálanes vefinn sem er allur að koma til.
Laugardagurinn byrjaði á frjálsum íþróttatíma í íþróttahúsinu og síðan var farið í sund eftir hádegi. Um kvöldið var svaka stuð á Eurovision á Múlaveginum og krakkarnir voru ótrúlega stillt vakandi fram eftir öllu og leika og taka þátt með gestum og heimafólki.
Ekki var nú laust við þreytu þegar heim var komið...enda langt síðan ég hef tekið djamm tvö kvöld í röð en svo skemmtilega vildi til að æskufélagarnir voru einmitt í fríi um helgina þannig að við tókum aðeins á því fram eftir nóttum ;)

2 ummæli:

Bína sagði...

Dagný var með í þessari för... hún bara festist ekki á þessari mynd sökum fýlu ;o)

Logi Helgu sagði...

Varð að skipta um mynd, þannig að fýlan sæist ;)