föstudagur, nóvember 30, 2012
Jóladagatal Loga 2012
Það er gott að vera vel giftur og ég til mig svo sannarlega vera það. Gott að sjá að það hefur engu breytt fyrir þó að við séum nú gift, Bína passar uppá mig eins og áður um jólin.
Ég var alveg sérstaklega á nálum yfir þessu og daglega að spyrja Bínu hvenær hún ætlaði að fara að kaupa í dagatalið sem endaði á því að hún viðkenndi að hún væri löngu búin að þessu til róa mig =)
Hún kann líka að matreiða þetta...innpakkað í svart með rauðum hjörtum, þetta lúkka alveg og innihaldið heldur mér spenntum í 24 daga ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
25 ummæli:
Fyrstur í ár var JÓLABJÓR frá Ölvishölt. Mér fannst hann hafa jólakryddin en ekki nógu mikil. Í lýsingunni á honum stendur að hún sé hófstillt og liggur aftarlega í eftirbragðinu en ég fann hana einmitt framarlega og vantaði að það lifði lengur. Eitthvað of létt og vantaði eitthvað uppá að vera "fullkominn".
Annar var Skjálfti einnig frá Ölvisholt Burgghús. Mér finnst þessi vera betri frá ÖB þrátt fyrir að vera ekki jólabjór þá finnst mér hann einhvern vegin halda sér betur. En það er eitthvað bubbly við þessa báða sem passar ekki fullkomlega við mína bragðlauka. En annars fínasti bjór, en er ekki að fara í toppbaráttuna í ár ;)
Þriðji var Black Sheep Foroyjabjór sem var frekar þægilegur neyslu. Ekkert afgerandi og ekkert flókinn, einfaldur og góður bjór =)
Fjórði var JólaKaldi og hélt ég nú að hann myndi fá toppeinkunn þar sem ég opnaði hann nýkominn heim af æfingu. En hann smakkaðist ekki jafn vel og ég hafði vonað, einfaldur og mildur en eitthvað eftirbragð sem situr í mér.
Fimmti var Black Death: einstaklega brenndur og góður bjór sem hittir beint í mark.
Sjötti Jule Bryg og fínasti bjór (eins og síðustu ár ;)
Ekkert of flókinn og smá sérstakt brað af honum svona fyrir jólin. Ekki alveg í toppbaráttu hjá mér en ofarlega =)
Sjöundi Malt jóla bjór sem er bara góð vara blönduð annarri góðri vöru (malt & bjór)...þannig að það er ekki bara malt & appelsín sem blandast vel. Þessi er sætur og svoldið nammi, pínu eins og það sé búið að gera eitthvað af sér með að setja slatta af alkahóli í malt ;)
Áttundi Setðji - Jólabjór var bara skemmtilegasti bjór. Svoldið mikil blanda af lakkrís og bjór en það hefur virkað hjá öðrum og virkar alveg fyrir þennan líka =)
Níundi Gæðingur - Jólabjór sem er vel brenndur, bragðsterur og fullur af jólabragði. Á vel við að koma úr dagatalinu á afmælisdaginn ;)
Tíundi Royal XMAS sem er merkilega góður...fer lítið fyrir honum en samt smakkast hann mjög vel...eitthvað "sérstakt" bragð sem liggur á bakvið hann (líklega matlið, sýrópið og maísinn sem er í honum ;)
Ellefti SINGHA sem kom alla leið frá Taílandi. Ábyggilega fínasti bjór í hitaum í Asíu...en ekki alveg að detta inní jólin ;)
Tólfti Norðan Kaldi sem er mun betri en jólabróðir hans. Þægilegur bjór að norðan, hef ekkert meira um hann að segja.
Þrettándi Einstök White Ale lítur rosalega vel út og bragðist ekki sem verst...segi ég þar sem hveiti er ekki eitthvað sem á ekki vel mína bragðlauka í bjór. En annars bragðast hann merkilega vel ;)
Fjórtándi Tuborg Christmax brew í flösku. Það eru alltaf komin jól með Tuborg jólabjórnum og sérstaklega með auglýsingunni sem mér finnst koma með jólin. Bjórinn er líka fínn og alveg skiljanlegt að þetta sé mest seldi jólabjórinn. Þó svo mér finnst hann flottari í bláu dósunum sem ná betur utan um alla grafíkina sem er hluti af þessu...þá er hann betri í flöksunni ;)
Fimmtándi Föroya Bjór - PILSNAR er fínasti bjór frá frændum okkar.
Sextándi Royal XMAS Hvidgran sem sætur...alveg dísætur bjór og full mikið sýróps eftirbragð fyrir minn smekk. Skemmtileg blanda sem margir fíla ábyggilega, en ekki ég =)
Sautjándi Gæðingur - STOUT sem var ágætis mótbragð á móti sætunni í bjórnum á undan. Sótsvartur og rammur, sérstaklega skemmtileg bragð =)
Átjándi Einstök - Pale Ale sem smellpassaði eftir æfingu. Léttur, smá humlar og smá keimur af malti...einstaklega góður =)
Nítjándi Freyja sem ég er að læra að meta...hveitibjórinn er að ná í gegn hjá mér =)
Tuttugasti Samuel Adams Winter Lager sem bragðasti bara nokkuð vel. Einhver sérstakur keimur sem ég kem ekki fyrir mig og mikið freyðandi, góður bjór.
Tuttugasti og fyrsti Albani Jule Bryg sem var einfaldlega ekki góður...ætla að vona ég að lendi aldrei aftur í honum ;)
Tuttugasti og annar Stinningskaldi sem hefur mjög sérstakt bragð. Líklega hvönnin sem kemur þar inn og ég veit ekki hvort það er að gera sig...finnst eins og ég sé að fá meðal...en ábyggilega einstaklega gott fyrir mig ;)
Tuttugasti og þriðji Jóla Gull sem mér finnst ekki nógu bragðmikill. Aðeins of "léttur" fyrir minn smekk.
Pakkadagur og Víking Jólabjór sem er mjög látlaus en jafnfram fínast bjór. Ekkert flókið, bara góður bjór.
Skellum Einstök Jólabjór (dobblebock) á Jóladag. Þessi bjór er bara jól í flösku, mikið og sérstakt bragð, ekki að ræða að ég drekki marga í einu...sem mér finnst fullkomið fyrir góðan jólabjór ;)
Skrifa ummæli