föstudagur, september 05, 2014

Á "nýjum" bíl í bústað


Loksins komumst við á Previa eins og við ætluðum að fá okkur 2008 en létum Verso-inn duga. Datt einn inná sölu sem var ekki eins mikið keyrður og voru einmitt búin að vera að leita.
Fór með hann í smá tékk og þá vildi sá sem afgreiddi mig endilega að Gísli myndi skoða hann því hann ætti líka Prevíu. Gísli kom á hlaupum og sagðist ekki hafa tíma...þegar afgreiðslumaðurinn sagði að þetta væri Prevía stoppaði hann og spurði "Hvað er hún keyrð mikið?" og þegar fékk svarið "80" hélt hann áfram ferð sinni og sagði "Hann er í topp standi, mín er keyð 300" og hann haðfi alveg rétt fyrir sér, allt kom vel út úr skoðuninni =)
Nú erum við strax mætt á "nýja" bílnum í bústað með Birnu&Ingó þar sem við skoðuðum nágrennið (eitthvað smá í misgóðu veðri), hittum gott fólk, höfðum það kósy og lékum okkur með þessu æðislega fólki.

Engin ummæli: