mánudagur, september 20, 2004

Afslappandi helgi

Helgin var afskaplega góð og afslappandi. Það voru ýmis plön um að passa Svölu og kíkja í mat en allt datt uppfyrir og áttum við fjölskyldan bara góða helgi saman. Við fórum í búðir á laugardeginum og þá fann ég 10m SVHS snúr þannig að ég gat tengt tölvuna við sjónvarpið þótt hún sé inní herbergi. Það er afskaplega gott að hafa smellilista með nægu plássi á bakvið þegar maður ákveður að bæta við nokkrum snúrum þverf yfir nokkur gólf. Reyndar tók það mig góðan klukkutíma þ.s. ég þurfti að leggja snúrurnar undir 3 hurðir og þar eru bara gömlu góðu tréspíturnar til staðar. Þannig að þetta kostaði smá tálg en fór allt undir að lokum og afskaplega gott að geta næstum alveg falið allar snúrur. Nú er enn minna mál að horfa á eitthvað úr tölvunni, bara sett af stað inní herbergi og horft í sjónvarpsholinu =)
Síðan er allt að gerast í sjónvarpinu í kvöld, fótbolti, suvivor, Sopranos og eðli mannsins...það verður að skipuleggja þetta vel =)

miðvikudagur, september 15, 2004

Byrjendur...

Það eru tveir staðir sem ég á erfitt með að hemja skap mitt: íþróttir og umferðin. Í íþróttum leyfir maður sér stundum að láta öllum illum látum þegar harðar keppnir eru í gangi, en þó á þetta nú aðallega við þegar ég sjálfur tek þátt. Í umferðinni geta aðrir ökumenn farið merkilega mikið í taugarnar á mér. Þegar maður elst upp í bæ þar sem aldrei þarf að bíða eftir ljósum, eða "mis"-gáfuðum ökumönnum þá virkar höfuðborgarsvæðið sem hægfara leikvöllur letiblóða. En þrátt fyrir þessa mjög slæmu upplifun minni af umferðinni tók ég eftir tilkynningu um daginn sem náði til mín. Þegar skólastarf byrjar koma reglulega ábendingar til okkar ökumann að hæga á okkur og börn séu á ferð. Oftast hafa þessar ábendingar ekki bein áhrif á mig og hverja mér jafn fljótt úr huganum og ég sá þau utan vega. En á ferð minni um Garðabæ um daginn sá ég borða sem á stóð eitthvað eins og "Byrjendur í skóla, byrjendur í umferðinni". Kanski var það vegna þess að engin skipun var í textan að ég tók hana til mín. Þessi orð skópu skýra mynd af barni á leið í skólann sem hafði aldrei farið yfir götu áður. Ég held ekki að ástæðan hafi verið að ég sé orðinn foreldri, því hinir skipandi athugasendir annara skilta um að hægja á mér eða spurningar hvort mér liggi lífið á virðast bara ekki ná til mín. Held að það sé eitthvað óhugnarlegt við tilhugsunina að vera byrjandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á sjötta ári. Það er ekki hægt að ætlast til að öll börn geti tileinkað sér umferðareglunar um leið og það vill enginn lenda í því að fá barn fyrir bílinn á mikilli ferð. En þessi skilboð náðu til mín og var þetta líklega í eina skipti sem ég hugsaði um hraðann...og það er nú meira en að vera tekinn af löggunni fyrir of hraðann akstur gerir =)

þriðjudagur, september 07, 2004

Eplavinur

Óskaplega finnst mér nú Apple vera að gera líf mitt gott. Eftir að vinna á PC allan daginn finnst mér óskaplega gott að koma heim í Mac OS X stýrikerfið á heimistölvunni. Skype er nýkomið fyrir makkann og prufukeyrðu Bína&Bjartur það í kvöld og spjallaði við Eyrúnu fyrir mat og ég spjallaði aðeins við Dag bróðir eftir mat. Mjög sniðugt að hafa forrit sem virkar milli PC og Mac, þar sem það eru nú ekki margir sem vilja vera í minnihluta í þeim málum og fara yfir á makkahliðina. En nú þarf bara að komast í samband við Múlaveginn og þá getur Bjartur spjallað við ömmu sína...

fimmtudagur, september 02, 2004

Auglýsingavefurinn mbl.is !

mbl.is tók sig til og uppfærði vefinn sinn, shit sýnist hverjum og gat ég ekki lesið staf á þessum nýja vef þeirra fyrir ógrynni af flash auglýsingaborðum sem tröllréðu öllu á síðunni. Enda skiljanlega þar sem vefurinn verður að hafa tekjur af öðru heldur en áskrift. En þar sem ég gat ekki lesið neitt fyrir endlausu blikki og hreyfingum þá varð ég að losna við þetta. Eins og allir sem nota PC ætttu að vera búnir að gera sér grein fyrir löngu síðan er það að Internet Explorer er drasl og gerir ekkert nema auka lýkurnar á að tölvan smitist á vírusum. Þess vegna nota ég Mozilla Firefox. Náði mér síðan í litla viðbót fyrir Mozilla sem slekkkur á öllu flash og setur í staðin "play" hnapp þar sem hægt er að velja hvaða flash fer af stað.

Sem betur fer er ég ekki flogaveikur þegar ég skoða mbl.is því þá myndi ég án efa fá kast þegar allir þessir blikkandi auglýsingaborðar réðust á mig. Það er grátbroslegt að vefur sem hefur lagt áherslu á að veita sjónskertum góðan aðgang að vef sínum skuli láta svona viðgangast hjá sér, en þeir sem stunda nethönnun með hliðsjón af fötlum á netinu eiga að vita að blikk af öllu tagi á ekki að birtast notanda nema honum sé gert grein fyrir því þ.s. sumir aðilar geta tekið illa við. En þetta er jú bissniss eins og allt saman!