miðvikudagur, desember 19, 2007

Ammæli

Ég átti víst afmæli um daginn, en það fór nú lítið fyrir því þ.s. ég var enn fyrir austan eftir jarðarförina hans pabba og flaug ekki heim fyrr en seinnipart dags. Það var afskaplega notalegt á Seyðisfirðir, allt hvítt og stillt og sjaldan hefur ég tekið eftir jafn rólegu veðri á Fjarðarheiðinni. Dúnalogn og hvítt yfir öllu án þess þó að vera of bjart til að ég fengi ofbirtu í augun...svo mikill tölvunörd :)
Það var best að koma heim og knúsa Bínu og krakkana, þótt ég væri full seint á ferðinni og næði ekki miklum tíma með þeim áður en þau litlu fóru í rúmið.
Nú er bara að sjá hvort ég láti drauminn rætast og gef mér tíma til að koma með sóloplötu fyrir næsta afmæli. Það er draumur hvers tónlistarmanns að gefa út sóloplötu og þótt ég þykist nú ekki mikill músíkant þá hef ég gaman að því að spila á gítar á kvöldin, verst bara hvað tíminn hverfur oft þegar ég geri það. En það er nú nóg annað að gera en fyrst að hljómsveitirnar mínar eru í fríi þessa dagana þá kannski nýtir maður tímann til þess að klára þetta frá áður en ég verð formlega farinn kominn á fertugsaldurinn ;)

Engin ummæli: