Þrátt fyrir ýmis veikindi á heimilinu hefur jólunum ekki verið frestað. Ég hafði vonast eftir nokkrum dögum til að klára það sem þurfti en mér varð ekki af þeirri ósk minni. Þannig að í gær fór ég til læknis og fékk sýklalyf sem hafa strax tekið til við að drepa allt óæskilegt o.fl. í líkamanum. Jólin eru því komin aftur á dagskrá nema að Sunna vakni með slæma hlaupabólu á Þorláksmessu eða Aðfangadag og verði alveg ómöguleg.
Með hjálp lyfja tókst að versla seinustu gjafir í dag og er næstum allt tilbúið...aukagjafir sem má sleppa og vefjólakveðjan hefur ekki enn fengið neina athygli og verður ábyggilega reddað á morgun. Hinn árlegi DVD diskur sem ég tek yfir helstu athafnir krakkana sem safna yfir árið er að vanda á eftir áætlun. Enda er það heilmikið verk sem ég hef ekki náð að klára nema yfir hátíðarfríið..svona þegar að jólin eru loksins komin og jóla-stressið líður úr manni.
sunnudagur, desember 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sunna vaknaði með hlaupabólu í morgun, hefur verið komin með hana í gær. Þá var hún með eina litla bólu á bringunni sem hún var að klóra sér í. En er hress þannig að allt lítur vel út enn.
Skrifa ummæli