Einhverntíman lofaði ég sjálfum mér að gefa út sólóplötu fyrir þrítugt en þ.s. það virðist að mér muni takast að eignast 3 barnið áður en ég verð þrítugur þá hef ég ekki verið jafn iðinn við að standa við tólistarsköpunina enda nóg að gera í öðru.
Ég keypti mér samt POD X3 sem Snorri bróðir greip með til landsins frá BNA þar sem hann og dæturnar voru í heimsókn hjá Jóhanni( ég þarf nú að fara að kíkja til hans við tækifæri ;). Seinustu 2 kvöld hef ég eytt góðum tíma í að fikta í græjunni og held að þetta auðveldi mér ýmislegt og aldrei að vita nema ég reyni að vinna í sólóplötunni í tíma og "ótíma"( verð að fara að kaupa mér uppruna orðanna til að skilja svona orð ). Enda er þetta nú bara áhugamál og þarf ekki að vera uppá marga fiska ;)
þriðjudagur, júní 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fyrir þá sem vilja skoða POD X3 nánar mæli ég með þessu kynningarmyndbandi, alveg yndislegt myndband ;)
flott graeja!!
? um ad haetta ad sanka ad sér graejum og byrja ad gera e-d.
Held samt mig vanti bara e-r 2-3 dyrar graejur i vidbót ádur en ég get byrjad ;)
Með árherslu á DÝRAR, þýðir ekkert að kaupa sér eitthvað ódýrt ;)
Skrifa ummæli