Gamli góði bíllinn okkar er víst of lítill fyrir fimm manna fjölskyldu, nánar tiltekið of lítill til að rúma 3 barnabílstóla. Vorum við búin að sættast á að kaupa Previu. Þrátt fyrir að þær eru full dýrar, eyða miklu og hætt var að flytja þær inn f. nokkrum árum þá er þetta stór bíll sem okkur leist báðum vel á. Við lögðum því leið okkar upp Toyota umboð þar sem gamli var söluskoðaður. Þegar sölumaðurinn þuldi upp allt sem þeir fundu að bílnum okkar hugsaði ég að það væri ekki nokkrum manni óhætt að stíga uppí hann og hvað þá að keyra honum aftur, svo ófögrum orðum fór hann um hann. Ekki batnaði það þegar hann tilkynnti okkur að hann gæti látið okkur fá 150þ fyrir hann. Ég hafði nú kannski ekki gert mér miklar væntingar en þetta var aðeins..., nei, mikið minni en ég hafði búist við. Við ákváðum að hugsa þetta aðeins og fórum í mat.
Yfir matnum vorum við að velta fyrir okkur hvort við myndum ekki bara láta slag standa og taka feitt bílalán til að láta þetta gerast. Ákveðið var að kíkja fyrst uppí B&L og prófa Trajet og sjá hvað B&L myndi taka fyrir bílinn. Við fundum Trajet til að prófa á meðan þeir söluskoðuðu okkar og tókum smá rúnt um Árbæinn.
Þegar við komum til baka prentaði hann út einhvern pappír sem á stóð upphæð litlu hærri en við höfðum fengið áður en það skemmtilega var að þetta var bara áætlaður viðgerðarkostnaður og leit því út fyrir að fengjum mun meira fyrir gamla hjá B&L. Síðan var bara málið hvað við gætum sett gamla uppí. Þeir áttu einn Verso á bílaplani þeirra skammt frá. Bínu hafði einmitt fundist þeir svo flottir og við sáum okkur strax leik á borði: skipta gamla uppí Verso og mæta svo með hann uppí Toyota umboð ;) Þannig að við skelltum okkur til Ingvars Helgasonar þ.s. Versóinn stóð.
Þegar við komum inná bílasöluna hitti ég ekki gamlan vinnufélaga. Við höfðum unnið saman í 3 mánuði fyrir 10 árum og það besta var að hann var bara að láni hjá IH þennan eina dag en var að öllu jöfnu uppí B&L.
Við prófuðum Verso-inn og leist bara vel á, enda ekkert stefnt á að eiga hann lengi. Gegnum frá viðskiptunum sem enduðu á að fá 950þ fyrir gamla bílinn sem við vorum næstum því búin að láta fyrir 150þ fyrr um daginn. Nú er Bína hæstánægð með að eiga Verso þótt honum verður nú skipt út fljótlega ;)
miðvikudagur, september 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
150 þúsund??? hvað er að??
en góð skipti þetta :) bílabraskarar bara :)
ps. ég er á fullu að finna nafn á lísuna litlu
Lenti hér inn af síðunni hjá Gugga og Hörpu.
Til hamingju með nýja bílinn og baðið. Gott þið létuð ekki plata ykkur.
Sem sérlegur TOYOTA áhugamaður verð ég að hrósa Verso fram yfir Previu í útliti.
Kveðja, Steinrún Gugga-systir
Skrifa ummæli