fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Alheims-staðsetningar kerfi

Þegar ég varð þrítugur langaði Bínu að gefa mér eitthvað sem væri ekki á óskalistanum mínum sem endaði með því að hún ákvað að gefa mér GPS. Hún var meira að segja svo sniðug að láta mig um það að velja tækið, sem var hárrétt hjá henni þ.s. hún vissi að ég hefði ákveðna skoðun á því hvað ég vildi og þyrfti að skoða hvað væri í boði =)
Þannig að ég lagðist yfir úrvalið og fann eitthvað sem var nógu spennandi að ég sá fram á að geta notað að einhverju ráði.
Tækið er búið bluetooth fyrir síma sem kemur sér afskaplega vel þ.s. ég var búinn að týna hluta af handfjálsa búnaðinum mínum. Ekki er heldur verra að í græjunni er FM sendir þannig að hægt er að vera með tónlist inná henni og spila í gegnum útvarpið í bílnum. Mikill kostur að geta geymt alla barnadiskana í tækinu og stillt á þegar lengri ferðir eru teknar með krökkunum. Einnig bjó ég svo vel að geta fengið Íslandskortið hjá Gauta bróðir þ.s. hann fékk það í afmælisgjöf um daginn og var bara með annað leyfið í notkun.
Nú sest ég uppí bílinn, slæ inn hvert förinni er heitið og keyrir án þess að hafa minnstu áhyggjur af því að villast...og ef það gerist þá endurreiknar tækið nýja leið og ég held förinni áfram =)

1 ummæli:

Bína sagði...

það er nú gott að þurfa ekki að hugsa þegar maður er að keyra....ekkert að pæla í því að rata eitthvert, bara einbeita sér að því að tala í símann :o)