mánudagur, febrúar 09, 2009

Sætr matr gjörir stóran munn

Í tilefni dagsins okkar( sem er 9. hvers mánaðar ) eldaði ég hvílaukslegnar svínalundir sem eru oft á boðstólum á þessum bæ. Að vanda var gerð Kárasósa( hvítlauks & steinseljuostur með rjóma ) og auk hrísgrjóna var bryddað upp í fysta skiptið gráðostafylltum bökunarkartöflum sem fullkomna þessa annars dýrindis máltíð. Þannig að eftir matinn var maginn fullur og eitt stórt ánægjubros fyllti út andlitið á meðan við skelltum öllum börnunum í bað og smöluðum þeim í háttinn =)
Þetta var einn af þessum dögum sem maður undrast að hér skuli vera 5 manna fjölskylda í 3ja herbergja íbúð. En það sleppur á meðan Dagný er enn lítil. Það var nú á dagskrá hjá okkur að stækka við okkur á þessu ári en ástandið hefur fryst allan fasteignamarkað. Skulum vona að það fari batnandi á næstu mánuðum, vonandi þurfum við ekki að bíða mörg ár þangað til að ástandið skánar. En hvernig sem það fer þá hljótum við nú fyrr eða síðar að yfirgefa þetta hreiður og finna okkur annað stærra =)

Engin ummæli: