fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Að hreyfa sig

Fyrir áramót keypti ég mér líkamsræktarkort í Naulius eftir margra ára hlé frá því að lyfta. Enda var heldur betur kominn tími að styrkja sig aðeins meðfram bandýiðkun. Sem betur hefur mér tekist að halda bandýiðkun inní vikuskipulaginu þrátt fyrir barneignir og vinnu seinustu ára...en seinast þegar ég stundaði lyftingar var ég í háskólanum =)
Ég ætlaði nú að finna stað í Hafnarfirði en Salalaugin var með lengri opnunartíma þannig að ég get kíkt þangað eftir að krakkarnir eru stofnaðir. Ekki skemmir heldur fyrir að geta bara farið í stund í staðin fyrir að lyfta. Ég gerði það í gær þ.s. ég nennti ekki að lyfta og tók bara nokkrar sundferðir í staðin. Auk þess er þetta laugin sem við stundum mest þ.s. rennibrautin er lang skemmtilegust á höfuðborgarsvæðinu og laugin líka mjög skemmtileg.
Ekki svo að skilja að ég sé mikill lyftingarmaður en lappirnar voru farnar að kvarta sáran...sem barst svo uppí munn á mér og til eyrna Bínu sem þurfti að hlusta á mig væla undan eymslum eftir hvern bandýtíma. Eftir aðeins nokkra mánuði virðist ég var laus við þreytu og pirring í löppum öllum til mikillar ánægju.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo er líka bara svo gaman að hitta gott fólk í Salalauginni ;)

harpa sagði...

líkamsrækt er ofmetin ;)