þriðjudagur, desember 09, 2008

Þrítugur

Logi litliNotalegt að vera vakinn af fjölskyldunni sem kom færandi hendi með gjafir handa gamla manninum sem kominn er á fertugsaldurinn( merkilegt hvað það hljómar verra en að vera orðinn þrítugur ). Bjartur listamaður teiknaði mynd handa pabba sínum alveg eins og E.T. að hnykkla vöðvana. Sunna krútt hafði hjálpað til og Bína búin að setja í ramma svo myndin er tilbúin til að fara uppá vegg. Dagný brosti sýnu breiðasta í tilefni dagsins og morgunmaturinn tilbúinn þegar ég kom fram. Yndisleg börn, yndisleg unnusta, yndislegt líf ;)

4 ummæli:

Bína sagði...

Mmmm.... þú gleymir svo Hereford í kvöld nammnamm. í boði nonnogbegs;O)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Logi minn!
Njótið kvöldsins, slurp!!

Kv.
Berglind

Nafnlaus sagði...

Tillykke med fødselsdagen gamle mand, hvordan føles det at være 30 ? Kan du stadigvæk selv tage dit tøj på? Må I hygge jer i aften på Hereford SKÅL

Mvh. Balli

Logi Helgu sagði...

Æðislegt að fá tilboð á Hereford, takk kærlega B&N ;)