mánudagur, janúar 26, 2009

Nýtt Ísland

Ef ég væri fengi að ráða hvernig "nýtt Ísland" væri byggt upp væri aðal málið:

Íslenski fáninn blakirKosningar, stjórnmálaflokkar og alþingi
Kosið væri um einstaklinga í ráðherrastóla ríkisstjórnar samhliða kostningu um stefnu ríkisstjórnar.
Ráðherrar vinna samkvæmt kosinni stefnu og bera fulla ábyrgð á þeim málaflokki sem þeirra ráðherrastóll ræður yfir.
Stefna væri áherslur í tilteknum málefnum lagðar fram af hverjum sem er, þ.m.t. stjórnmálaflokkum. Heildarstefna er mun auðveldari í kostningu heldur en að kjósa um mörg málefni hvert fyrir sig.
Alþingi væri lagt af. Engin ástæða til að halda uppi Alþingi ríkisstjórnin ræður för og gagnrýni yrði að koma annars staðar frá en úr ræðupúlti Alþingis...heilmikill launasparnaður þarna ;)
Í framhaldi væru fjárframlög auðvitað mjög takmörkuð til stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Það myndi auðvelda nýjum hagsmunasamtökum og einstaklingum að bjóða fram.


Síðan detta mér nú einhverjir hlutir strax í hug sem betur mættu vera á okkar litla landi:

Nýjan þjóðsöng
Ég vil geta tekið undir með þjóðsöngum...og ég vil að allir hinir geti það líka.

Ríkisútvarpið
Leggja niður afnotagjöld, innlent sjónvarpsefni, lítið um afþreyingu, endursýnt efni, fréttir...

Menntun
Menntakerfið þarfnast mikillar endurskipulagningar.
Grunnskólar verða aftur settir undir ríkið.

Laun ríkisstarfsmanna
Allir ríkisstarfsmenn hafa laun í hlutfalli við ráðherrakaup. Þannig geta ráðherrar ekki hækkað laun sín nema að hækka laun allra ríkisstarfsmanna.

Trú aðskilin ríkisrekstri
Trú( kirkja og trúfélög ) verða með öllu aðskilin ríkisrekstri. Það eina sem mun lifa er að innheimta f. trúfélög verður með sama fyrirkomulagi og er í dag sem ríkið innheimtir með sköttum. Þyrfti bara að ákveða hvernig farið yrði með eigur sem kirkjur í dag hafa afnot af.

Kvótakerfið
Kvótakerfið verður afnumið. Fiskurinn umhverfis landið er eign lands og þjóðar!

Íslensk tunga
Hvers konar færðibækur um íslensku væru settur á netið án endurgjalds fyrir notkun. Ef á annað borð á að halda í þetta eyjamál er eins gott að gefa öllum kost á því að fara rétt með það og láta málið þróast á sterkum grunni.

Skattur
Flatur ákveðinn %skattur á ALLT. Auðveldar alla útreikninga þ.s. aðeins er til einn skattaprósenta.
Efðaskattur verður felldur niður, enda hlýtur hann að fallast undir tvísköttun.

Ríkisrekin fyrirtæki
Ríkið getur, ef þurfa þykir, rekið fyrirtæki sem byggja á að halda uppi grunnþjónustu við landsmenn. S.s. ríkisbanki, ríkisverlsun.
ÁTVR verður lagt niður, áfengi verður selt í matvörubúðum. Eins gaman og mér finnst að hafa verslun sem selur bara áfengi þá er einokun bara glæpastafsemi yfirvaldsins.

Eftirlaunafrumvarið og biðlaun
Leggja af eftirlaunafrumvarpið...stjórnmálamenn eru ekki merkilegri pappír en almenningur og þeir geta sætt sig við almennan lífeyrir eins og hver annar. Biðlaun og launagreiðslur í marga mánuði eftir uppsögn framkvæmdastjóra og annara sem þykjast bera ábyrgð verða felldar niður...þeir báru ábyrgð og stóðu ekki undir henni. Engin ástæða til að borga mönnum sem vikið er úr starfi til að hægt sé að endurreisa traust eða trú.

Opinn hugbúnaður
Ríkisfyrirtæki noti einvörðungu opinn hugbúnað og sérlausnir sem búnar eru til skulu verða opnar lausnir.

Loka sendiráðum
Samskipti við aðrar þjóðir skulu byggja á heimsóknum þeirra hingað ;)

Magrir virðast hafa hug á að koma fram breytingum á þessu litla skeri og hef ég rekist á Lýðveldisbyltinguna og Nýtt lýðveldi. Ég vona svo innilega að breytingar nái í gegn, þótt þær verði jafnvel ekki jafn miklar og margir vonast eftir.

Engin ummæli: