miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Geiri frændi

Fyrir nokkru héldum við feðgar í smá bílferð með flöskur í Sorpu. Þegar við vorum að skila flöskunum rak ég augun í Almanak Sorpu 2009 sem ég greip með til að skoða síðar. Þegar heim var komið fletti ég í gegnum bæklinginn og rakst þá á mynd af nokkrum af dósaklippingunum hans Geira frænda. Ég hafði gaman að sjá þessi undraverk hans aftur þ.s. ég hafði ekki séð þau lengi og heldur ekki hugsað um kallinn í nokkur ár.
Rifjaðist þá upp fyrir mér að ég hafði eitt sinn reynt að læra þessa listsköpum af honum. Lagði leið mína í kot kalls og gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir sem urðu bara að sundurklipptum áldósum. Á meðan lá Geiri hinn makindalegasti í bóli sínu og hafði lítið fyrir að beygja álið fram og aftur og hafði fullkomna sýn á því hver niðurstaðan yrði á endanum. Ekki hef ég skilning á því hvernig hann fór að búa til húsgögn, kórónur og myndaramma úr áldósunum og kannski er þessi náðargáfa nú týnd af hnettinum eftir brotthvarf hans.

En skemmtileg minning og áhugaverður kall og húsið hans var síðast þegar ég vissi safn, en ég finn nú engar upplýsingar um það á Seyðisfjarðarvefnum :(

Ætli svona sérstakir persónuleikar séu að deyja út eða koma nýir í þeirra stað með tíð og tíma?

3 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Geirahús er enn safn og ný síða er væntanleg hjá Skaftfelli sem mun gera húsinu góð skil =)

Bína sagði...

já ég man eftir safninu. Alveg magnað! ótrúlegt að geta þetta....

Logi Helgu sagði...

Geirhús á heimasíðu Skaftfells:
http://skaftfell.is/skaftfell/geirahus/