Síðustu ár höfum við sjálf séð um jólamyndatökuna, en það er orðið svoldið mál að ná 3 krökkum í uppstillingu og það er nánast ógjörningur að reyna að ná okkur með. Þannig að í ár ákváðum við að fara í myndatöku og láta annan um þetta. Það er afskaplega þægilegt að láta bara stilla sér upp og skjóta af sér myndir. Svo fær maður afraksturinn bara sendan, búið að taka út draslið. Heilmikill vinnusparnaður og verður ábyggilega gert á hverju ári...þótt við munum nú jafnvel líka reyna að taka myndir sjálf þ.s. við höfum merkilega gaman af því að reyna að stilla öllum upp og frábært ef maður veit að til eru góðar myndir þannig að það þarf ekkert að koma út úr myndatökunni =)
Bjartur var afskaplega duglegur framan af myndatökunni. Þegar fór að líða á varð orðið erfitt að halda athygli og hann ekki að nenna þessu lengur. Dagný var ósofin og ekki að nenna þessu. Náðust samt alveg myndir af henni líka þótt hún hafi nú ekki verið að sýna sitt besta. Sunna var eins og engill allan tímann og ótrúlega dugleg. Fékk hún ís að launum eftir myndatökuna á meðan hinir gríslingarnir urðu að bíða út í bíl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli