Fór með Bjart í boltaskólann í gær og Svala frænka fékk að koma með. Honum fannst nú ekki lítið leiðinlegt að hafa stóru frænku sína með. Þau voru bæði saman aftast í bílnum og mínum fannst rosa sport að gera allt sjálfur og sýna henni hvað hann væri orðinn stór. Í búningsklefanum var ég hjá honum en hann gerði allt sjálfur og var ótrúlega duglegur. Hann getur þetta alveg ef hann nennir og gleymir sér ekki í einhverjum vangaveltum um lífið og tilveruna eða hvað sem fyrir augu ber.
Í miðjum tíma laumaðist ég út og ákvað að leyfa honum að prófa að vera ekki með mig að horfa, enda var Svala að horfa á hann þannig að það var nú lítið mál. Hann skildi bara ekkert í því hvar ég hefði verið þegar ég kom loksins aftur í lok tímans.
Við sömdum svo um að hann myndi sjálfur fara inní búningsklefa og gera allt sjálfur. Ég kíkti tvisvar á hann en það endaði bara í skömmum á þá leið að ég ætti að vera frammi. Hann var síðastur út, en rosalega duglegur og tók allt sitt dót með sér og er nú bara að verða tilbúinn í 6 ára bekk þótt það sé enn langt þangað til.
Hann hefur gott að því að fá smá frið frá pressunni sem maður er alltaf að setja á hann og ekki síður hef ég gott að því að sjá hvað hann er orðinn stór og duglegur...þótt hann sé alltaf litli strákurinn minn, þá er bara gott að gefa honum frið til að stækka líka =)
þriðjudagur, nóvember 17, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli