mánudagur, nóvember 16, 2009

Það reynir ei á hreisti kappans, fyrrenn á hólminn er komið

Ég er víst kappinn og hólmurinn er ræktin á morgun. Hef ekki verið duglegur það sem af er vetri enda full kapp verið í bandýiðkun. En þau hlaup eru ekki gerð fyrir "gamla" menn og þarf ég að lyfta til að halda fótunum svo þeir þoli þessi átök ;) Á morgun hundskast ég aftur og ekki vegna þess að mig sérstaklega langar heldur er hægri fótur farinn að kvarta of mikið ;)

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Mikið svakalega var gott að taka aðeins á löppunum í gær, merkilega er maður orðinn gamall ;)