fimmtudagur, desember 10, 2009

Brauð er barns leikr

Laufabrauðsgerð í Umferðarstofu er skemmtilegur árlegur viðburður sem við reynum að missa aldrei af. Gerðum nú ekki nema nokkrar í ár...enda nóg að gera að hlaupa á eftir liðinu út um allt hús. Dagný fannst fátt skemmtilegra en að skoða vinnustaðinn með stóru systur sinni og Bjartur var hæstánægður með aðgangskortið mitt. Þá gat hann farið hvert sem hann vildi...sem endaði auðvitað í því að hann var skilinn eftir. Kom á endanum niðrí mötuneyti og spurði Þorbjörgu (sem stóð vaktina við steikinguna að vanda) hvar pabbi sinn væri með grátstafinn í kverkunum. Þá var ég að koma restinni út í bíl og kom svo augnabliki áður en minn maður missti sig í grát og allt reddaðist þetta ;)

Engin ummæli: