laugardagur, desember 05, 2009

Vaxa börn þó vatn drekki

Það er alltaf gaman að vera einn heima með krökkunum, meira krefjandi en þá verð ég líka að taka á öllu sem mér finnst bara gaman. Dagný var sett inní rúm fyrir 8, hún var nú ekki alveg sátt en tók ekki seinni lúrinn í dag þ.s. við fórum að sjá Maríuhænuna. Sunna var að fá tannburstun og skreið svo uppí sófa í Hello Kitty náttfötunum með prinsessuplástra út um alla handleggi. Bjartur liggur fyrir framan sjónvarpið að sötra á síðustu dropunum af súkkulaðimjólkurhristingnum sem ég gerði fyrir þau. Allir eru saddir og sælir eftir að hafa fengið sjálfir að ráða hvað væri í matinn. Sunna vildi Sunnu sætu sól melónu og samþykkti að borða smá skyr líka. Bjartur fékk svipað og var þessu öllu torgað niður stuttu eftir að við pulsuðum okkur á leiðinni heim í dag. Sunna sagði einmitt þegar ég var að bursta hana Ég er með þungan maga =)

Engin ummæli: