fimmtudagur, desember 31, 2009

Annáll 2009

Ellin færðist yfir, Bína átti stórafmæli og ég varð 11111 ára, saman urðum við (B&L) 7 ára og ákváðum að nóg væri komið af krökkum,
Bjartur boltastrákur varð 5 ára, Sunna ballerína varð 3 ára og Dagný labbaði um í 1 árs afmælinu sínu.
Heilsan fer batnandi, bandýið orðið meira spennandi og pizzugerðin þróast áfram.
Spilaði nokkrum sinnum með Sambandinu, Shape tók upp hljóðfærin eftir 10 ára hlé og Kóngulóarbandið er komið aftur á skrið.
Sumarfríð var gott, borgaði upp námslánin, tengdist betur leikskólanum og fjölskyldan fór í myndatöku.
Árið var svo kvatt á Seyðifirði í fjölmennum/góðum hóp fólks sem átti ættir sínar að rekja til Múlavegsins eða tengdist inní fjölskylduna =)

Engin ummæli: