þriðjudagur, júní 22, 2010

Lán í óláni

Var með mánaðargamla tölvu meðferðis í dag þ.s. ég þurfti að fara með hana í tékk því það var galli í skjánum sem var að há mér. Þeir áttu nú ekki jafn auðvelt með að sjá hvað ég var að tala um þegar ég mætti með hana í búðina þannig að ég var bara settur á biðlista uppá að koma tölvunni í skoðun. Þegar ég fór svo aftur til vinnu lagði ég í gjaldskylt bílastæði rétt hjá Landakoti en gleymdi tölvunni þ.s. hún var í svörtum bakpoka og á gólfinu farþegamegin.
Þegar ég kem svo aftur í bílinn eftir vinnu er hliðarglugginn brotinn og taskan horfin. Augljóslega vera nógu mikill friður þarna til að athafna sig. Við tók að hringja í lögguna, tryggingar og reyna að redda viðgerð.

Daginn eftir var bíllinn sem nýr og kostaði nú minna en ég átti von á. Tryggingar borguðu tölvuna, þannig að ég hafði bara mist töskuna og aðra tölvuhluti sem voru í töskunni en enginn stórskaði af þeim missi. Þegar ég var að fara að panta nýja tölvu rak ég augu alveg eins notaða vél á netinu sem hafði verið sett til sölu daginn áður en minni var stolið. Sá var staðsettur í Hafnarfirði og borgaði ég uppsett verð hjá honum þannig að tryggingarnar dugðu. Tókst einnig að endurheimta flestar ljósmyndir af minniskortunum í myndavélunum með einhverjum galdratólum sem geta sótt eyddar myndir aftur. Þannig að ég tapaði ekki nema smá vinnu og tiltekt í tölvunni, en losnaði við gallaða skjáinn ;)

2 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Rakst loksins á eitthvað sem ég týndi. Var að nördast um daginn að setja upp vefforrit í Python í gegnum Google App Engine og sá kóði er týndur. Þetta var nú ekkert stórkostlegt, og aðallega þ.s. ég hafði ekki sett kóðann til hliðar í neitt Repository...en man bara eftir því næst ;)

Logi Helgu sagði...

Rakst áðan á http://code.google.com/appengine/docs/python/tools/uploadinganapp.html#Downloading_Source_Code og nú er ég búinn að endurheimta allt ;)