föstudagur, ágúst 06, 2010

Afréttarinn 2010

Linda & Siggi buðu í Afréttarann 2010 helgina eftir verslunarmannahelgi. Ekki var þó verið að halda uppá fyrri helgi, meira verið að fagna að þau væru bæði komin á fertugsaldurinn. Alltaf gaman að hitta hópinn, en eins og oft náðu ekki allir að mæta. Það var samt fullt af fólki, þekkti nú fæsta nema vinkonuhópinn og maka, en það var flæðandi af áfengi og hljómsveit, þannig að það var allt eins og best var á kosið. Eftir nokkra bjóra var ég orðinn vel "afréttaður" þótt ég hafi nú ekki verið á því sjálfur og var þá haldið heim. Einhver sönnunargögn má finna sem talin voru birtingarhæf ;)

Engin ummæli: