laugardagur, ágúst 14, 2010

Nördahittingur

Það er amk árlega sem við hittumst nokkrir "gamlir" Vefsýnarnördar og yfirleitt er það til að svala nördanum innra með okkur. Bjór og tölvuleikur er yfirleitt það sem ræður kvöldinu ásamt fuðurlegu spjalli. root er nýfluttur aftur til landsins eftir að hafa stundað akademíuna erlendis og var upplagt að taka hitting í tilefni komu hans. Svo mikill var nú kjaftagangurinn á okkur að ekkert varð úr nördaleikjum en enduðum í pókerspili langt fram á nótt. Smu tók fyrsta pottinn en ég hrökk í gang eftir það og þrátt fyrir höfðinglegar móttökur og gestristni tókst Fuji ekki að hafa sigur. Alltaf gott að hitta góða nörda og eiga með þeim góða kvöldstund...he he.

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Skemmtilega að geta þess að vinningsféið var lagt til hliðar í StarCraft 2 sjóð...þarf að safna mér fyrir þeim leik...þó ég muni víst seint finna tíma til að spila hann ;)