föstudagur, ágúst 20, 2010

Pearl Jam tribute

Mig hefur dreymt lengi um að sjá Magna spila tónleika til heiðurs Pearl Jam. Í byrjun sumars missti ég af þeim tónleikum en þeir voru endurteknir í kvöld. Leit nú reyndar ekki út fyrir að ég kæmist en það reddaðist allt að lokum og þökk sé fleirum áhugasömum drattaðist ég niður i miðbæ Reykjavíkur uppúr miðnætti.
Missti bara af 2 lögum og tónleikarnir voru alveg magnaðir. Þó ég muni nú líklega seint lenda á tónleikum sem slá út Megadeth þá voru þetta með þeim betri sem ég hef séð/heyrt enda ekki leiðinlegt að heyra góð lög í góðum flutningi. Reyndar hafði ég nú alltaf ætlað að spila með Magna á svona tónleikum, en að var nú bara betra að fá að sitja út í sal og njóta =)

Engin ummæli: