mánudagur, ágúst 30, 2010

Bjartur skólastrákur

Fyrir viku hóf Bjartur skólagöngu sína. Fyrsti dagurinn var nú bara skólasetning og annar dagurinn fundur með kennara. Þann daginn kom hann svo með mér í vinnuna og lék sér fram eftir degi og tókst svo að draga mig út í góða veðrið. Fengum okkur ís og skoðuðum Landnámssýninguna 871 sem var mjög áhugaverð. Vorum hátt í 2 tíma þarf og fengum afbragðs góða þjónustu og var ég hálf undrandi hvað safnvörðurinn sinnti okkur vel. Bjartur hafði afskaplega gaman að þessu og byrjaði strax að rukka um að koma með systur sínar og fleiri =)
En skólinn byrjaði svo á miðvikudaginn og hefur gengið mjög vel. Bjartur kann vel við sig og hefur verið svo heppinn að Svala frænka hans kemur oft á morgnanna og fylgir honum í skólann. Ekki slæmt að eiga stóra og góða frænku ;)
Merkilegt hvað hann stækkar fljótt og mér finnst nú ekki vera langt síðan ég sá hann fyrst.

Engin ummæli: