miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Bjólfur poker club logo

Pókerklúbbinn vantaði logo og ég var beðinn um að kokka eitthvað saman. Datt strax í hug að hafa stafina ofan á útlinum Bjólfs og hripaði niður hugmyndina.

Komst í að gera þetta einhverju seinna, skellti upp nokkrum tillögum og efir nokka klukkutíma og skjót/skýr svör frá Lommanum þá var niðurstaðan ljós:
Þannig að virðulegi klúbburinn er kominn með logo fyrir veturinn og gaman að sjá hvernig rissuhugmyndin varð að veruleika...maður gerir of lítið af því að skjalfesta allt sem maður tekur sér fyrir hendur.

Engin ummæli: