laugardagur, september 03, 2011

Óvissuferð Bóners 2011


Fyrsta óvissuferð Bóners varð loksins að veruleika. Það hefur verið rætt um þetta lengi og Linda&Siggi tóku að sér að skipuleggja ferðina í ár. Úr varð hin mesta skemmtun þar sem sungið var með rónum, dansað á Laugarveginum og gert undarlega mikið af því að knúsa ókunnuga. Fabrikkan & Skemmtigarðurinn fylgdu svo í kjölfarið og endað í veislu hjá skipuleggjendunum. Allt var þetta skipulagt í þaula og meira að segja bílar og ökumenn til reiðu og verður erfitt að toppa þetta að ári ;)
Þegar ég var búinn að vera að í tólf tíma gafst ég upp á djamminu og kom mér heim, enda vissi ég að í fyrramálið biðu mín nokkrir litlir einstaklingar sem þurfa víst að fá smá athygli af og til ;)

2 ummæli:

harpa sagði...

mér skilst líka að þú hafir verið alveg edrú og eldress daginn eftir ;)

Logi Helgu sagði...

Er ég ekki alltaf edrú og eldhress?