fimmtudagur, október 08, 2009

Barnamæðr skaltu þér beztar velja

Ég hef lengi dáðst að því starfi sem unnið er á leikskólanum hjá krökkunum, sem ætti nú kannski ekki að koma að óvart því hann er forystuskóli og reynslan þar er gríðarleg.
Ég hef verið svo afskaplega ánægður með leikskólann og allt sem við kemur starfinu að ég hef oft hugsað hvernig ég gæti launað það til baka. Þannig að þegar auglýst var eftir foreldrum í foreldrafélagið varð ég að slá til. Þannig að á þessu skólaári verður öll fjölskyldan hluti af skólanum. Bjartur & Sunna á Bangsadeild, Dagný byrjar á Ungadeild eftir áramót og þá mætir Bína einnig aftur til starfa á Kanínudeild.
Að öllu óbreyttu verð ég enn að sækja krakka á þennan yndislega leikskóla eftir 5 ár ;)

Í dag fór ég á kynning á niðurstöðum könnunar varðandi uppeldis- og menntastarf, samskipti, upplýsingamiðlun o.fl. sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Hafnarfirði. Þar var afskaplega gaman að sjá hvað er verið að passa uppá leikskólastarfið þannig að bærinn heldur vel utan um skólana og reynir að fá álit foreldra til að bæta starfið. Mikið og gott starf virðist vera í gangi og gaman að taka þátt í að byggja það enn frekar upp í bænum.

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Kom heim þegar kvöldmat var að ljúka. Þá var Bjartur að læra að lesa hjá mömmu sinni og Mína Mús (Sunna) fylgdist grannt með og þóttist taka þátt í lestrinum. Dagný litla var hæstánægð að sjá mig og vildi ólm láta losa sig frá matarborðinu sem hún fékk loks eftir að hafa fengið smá graut hjá mér. Bína og stóru fóru í bað og ég fór með litlu dúlluna í háttinn. Hún var afskaplega dugleg, að vanda, og sofnaði á öxlinni á mér á meðan ég söng fyrir hana. Yndislegt að koma heim til þessa fólks.