föstudagur, október 16, 2009

Dagatal Leikskólans 2009-2010

Google calendar er dagatal á netinu sem ég nota gríðarlega mikið og hef beinan aðgang að því úr póstinum sem og að ég nýti það mikið til ámynninga með SMS sendingum.

Minntist á það fyrir stuttu að ég væri kominn í foreldrafélagið á Víðivöllum og ákvað að byrja að nýta tæknina. Það er til dagatal yfir viðburði og merkisdaga hjá leikskólanum en ég hef aldrei getað munað þetta almennilega. Þannig að ég ákvað að skella þeim inní nýtt dagatal sem ég birti hér og einnig eru hlekkir fyrir neðan til að lesa dagatalið inn:



Opna stórt í vafra. Tegnja með iCal. Tengja með XML.
Á nú ekki von á að margir nýti sér þetta þannig að ég ætla ekki að fara útí hvenrig á að lesa dagatalið inní hin ýmsu forrit en skil það eftir sem æfingu hana áhugasömum ;)

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

http://office.microsoft.com/en-us/outlook/HA101674951033.aspx#3 gæti verið málið til að tengja iCal linkinn við Outlook.