þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Glaðr er sá, sem góða hreppir

Heimkoman dróst í dag vegna forritunarhittings í vinnunni sem heppnaðist bara ágætlega. Þegar honum lauk var klukkan farin að nálgast sjö og þegar ég fór út að ná strætó uppgötvaði ég að fjarkinn var hættur að ganga og ég því á kolvitlausum stað. Komst fljótt að hvert ég ætti að fara og endaði stuttu seinna niðrá Hlemm og tók svo ásinn alla leið í fjörðinn og steig út á Hafnarfjarðarveginum um stundarfjórðungi fyrir átta. Gekk beinustu leið heim og var orðinn frekar spenntur að hitta fjölskylduna.
Það er ekki oft sem ég kem svona seint heim og ég er alltaf farinn að sakna þeirra merkilega mikið þegar ég hef ekki hitt þau "lengi".
Þegar inn var komið fékk ég prinsessumóttökur frá dætrunum og kíkti á prinsinn sem lá í grænu baðvatni. Hann hafði fengið grænt baðsalt og var hæstánægður með litinn á vatninu og ekki minna upp með sér þegar ég spurði hvort hann væri í Hulk baði. Við tók svo leikur í smá stund þ.s. stelpurnar skottuðust í kringum mig af einskærri hamingju.
Stuttu síðar var kominn háttatími og eitt af örðu komust þau í rúmin sín og sofnuðu.
Það er alltaf jafn yndislegt að koma heim í kot og hitta konu og börn, og vera hluti af svona góðum hóp =)

2 ummæli:

Bína sagði...

Alltaf gott að fá þig heim líka :o*

Gaman að sjá pabbastelpurnar þegar þú kemur. Mömmustrákurinn með aðeins minni fagnaðarlæti hehehe

Logi Helgu sagði...

Enda er hann algjör mömmustrákur ;)