Það hefur heldur betur færst keppni í bandýið. Stigakerfi var tekið upp í byrjun vetrar sem heldur utan um mætingu og sigra leikmanna. Þannig að nú keppast menn við hvern annan og breytast liðin fyrir hvern tíma m.v. stigatöfluna. Mætingin hefur aldrei dottið niður fyrir lágmarkið það sem af er vetri og menn mun sveittari í ár heldur en fyrri ár. Hrikalega skemmtilegur leikur, sérstaklega með mönnum sem allir eru sammála um að spila ekki eftir neinum reglum ;)
Enn er nú verið að bæta kerfið og einnig á eftir að skipuleggja verðlaun og lokahóf, en þetta er skemmtileg viðbót við annars góða útrás og góðan félagsskap.
Tók heim nokkur stig í gær en það kostaði nú reyndar nokkur brunasár eftir góða veltu og parketbruni er ekki það besta...en ekkert blóð (að ráði) og maður gat spilað. Fann bara fyrir því í sturtunni og síðan um leið og eitthvað snerir hnén á mér...þá er ég við að gefa frá mér aumingjavæl =)
föstudagur, nóvember 06, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
væri svo til í að komast í smá bandí. Verða æfingar í desember?
Já, fimmtudagskvöld...líklega verður nú samt ekki tími 24. des ;)
Hvenær lendið þið á klanaum?
15. des. Tek bandískóna með.
Skrifa ummæli