föstudagur, desember 11, 2009

Vín inn, vit út

Jólakortin voru tekin fyrir í kvöld. Sú hefð fæddist í fyrra að skrifa jólakortin ásamt því að klára úr svo sem einni rauðvínsflösku og er það hin besta uppskrift af þessari iðn sem lítið fer fyrir í jólahaldi nútímans. Þetta verður hin mesta skemmtun...jafnvel fyrir þá sem fá kortin líka ;)

4 ummæli:

Atli sagði...

Einmitt, tók mig nokkra daga að decoda kortið frá ykkur.

Logi Helgu sagði...

He he, lykillinn að lestrinum er líka að drekka rauðvín ;)

Logi Helgu sagði...

Annars er ekki skrítið að jólakort séu á undanhaldi í dag. Nóg er stressið og auðvelt er að senda jólakort á netinu. En verst þykir mér fyrirtæki sem senda jólakort, og nú senda þau bara í tölvupósti til að spara...ég vildi bara að þau myndu ekki senda mér...finnst ekkert jafn ópersónulegt eins og að fá jólakort frá heilu fyrirtæki.

Audur sagði...

Ég hélt í smástund að Bjartur hefði skrifað kortið... skildi ekkert í því af hverju hann var að röfla um rauðvín í því!