sunnudagur, nóvember 13, 2011

Bandýmót

Bandýmót nörda 2002
Bandý hefur átt ákveðin sess í mínu lífi síðan á unga aldri. Ég var aldrei sérstaklega mikill áhugamaður um íþróttir og þrátt fyrir að hafa prófað ýmsilegt var ég aldrei að finna mig. En í íþróttum í grunnskóla var bandýið alltaf mikil keppni og hart slegist...sem endaði yfrileitt með því að kennarinn gafst upp á að reyna að halda reglunum á lofti og þá var bara spurning hver myndi fara að gráta.
Síðan í menntaskóla hélt þetta áfram og var allaf heilmikið stuð og átök. Þegar komið var í háskóla tókum nokkrir Seyðfirðingar okkur saman og byrjuðum að spila á sunnudagsmorgnum, sem síðan færðist á laugardsagsmorgna og síðan bættust inn menn héðan og þaðan, aðrir duttu út...og í dag er þetta enn við lýði, en tíminn er seint á miðvikudagskvöldum...en alltaf jafn gaman.
Á háskólaárunum var ég líka í að halda uppi bandýtímum fyrir nördana og á sama tíma fór gott fólk að gera alvöru úr starfinu og koma íþróttinni á hærra plan hér á landi. Það starf gengur bara vel hjá þeim. Í dag var ég á bandýmóti í dag þar sem voru 2 lið skipuð ungum drengjum og þó þeir hafi ekki haft neitt í fílelfda karlmenn/kvenmenn þá sýndu þeir mjög góða taka og eiga einn daginn eftir að pakka okkur saman ;)
En bandýmótin hjá okkur í den voru ekki alveg jafn pro og í dag...þá voru það 3ja manna lið og rúsinan var að taka svo gufu og bjór eftir mót...ekkert svoleiðis í dag, nú eru menn bara með börnin á hliðarlínunni og að láta teipa sig á milli leikja...gamalmenni í ungmennaíþrótt...við erum alla vegana ungir í anda og verðum vonandi lengi með heilsu til að halda þessu áfram =)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er greinilega eitthvað í blóðinu en þetta er ein af fáum eiginlega eina íþróttin sem stelpunum fannst gaman í :)
kv laufey

harpa sagði...

heyrðu.. hefur ekki guðjón sagt þér frá því þegar hann fór á bandýæfingu í sviss? Og þótti soddan óforbetranlegur reglubrjótur að hann mátti hafa sig allan við til að mega hreinlega koma aftur.

Logi Helgu sagði...

Trúi því, þetta er kallaður "fyrirtækjabolti" það sem spilað er hér á landi ;)