Dagurinn fór í búðarráp enda er jólaundirbúningurinn að byrja. Fínt að byrja tímanlega svo að það verði ekki of mikið jólastress. Reyni að leyfa stressinu bara að ná yfir gjöfina hjá Bínu þ.s. það er oftast mesti "hausverkurinn" að finna eitthvað gott =)
Sunna var afskaplega stillt í dag sem endaði á því að ég fór með hana í sund.
Á leiðinni heim sóttum við svo Castello pizzu sem er nýlega komin í fjörðinn. Fínasta pizza og ánægjulegt að fá "alvöru" pizzustað í bæinn þó hann sé reyndar í dýrari kantinum en það er allt í lagi þ.s. ég er nú aðallega farinn að sjá um pizzugerðina alfarið sjálfur =)
sunnudagur, nóvember 22, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hefur castello eitthvað í devitos og eldsmiðjuna?
Nei, get nú ekki sagt það. En það er mikil búbót að hafa "alvöru" pizzastað í nágrenninu...svona fyrir þá sem eru ekki í pizzagerð heima fyrir í hverri viku ;)
Skrifa ummæli