sunnudagur, júní 05, 2011

7 ára Star Wars aðdáandi

Bjartur átti 7 ára afmæli í dag. Dagurinn byrjaði á smá ratleik þ.s. hann rauk út um allt hús frá einni vísbendingu til næstu þangað til hann fann smá gjöf frá okkur. Stóra gjöfin var að hann mátti fara sjálfur og velja sér eitthvað Star Wars dót í búð, en hann hefur nýlega kynnst þessum heim og við feðgar horfðum á fyrstu 3 myndirnar í páskafríinu og bíðum spenntir eftir að ná að setjast yfir næstu 3 ;) Einnig fékk hann gjöf frá systrum sínum og koss =)

En aftur að afmælisdeginum, þá voru róleheit fram til 12 því þá fórum við feðgar í búð að skoða dótið. Eftir að hafa skoðað allt stjörnustríðsdót komum við að samkomulagi að hann mætti taka 2 miðlungs legokassa í staðin fyrir einn stórann. Bjartur var afskaplega ánægður með að fá að fara sjálfur og velja gjöfina frá okkur, þó hann hafi reyndar viljað að DeathStar væri til.
Þegar heim var komið var þrifið og svo fylltist íbúðin af fólki. Þar sem sófinn er í fegrunaraðgerð var picknick stemmning í stofunni. Með afmæliskökum var boðið uppá pizzur og hvítlauksolíu.
Óðinn og Ingibjörg (bekkjafélagar Bjarts) komu svo í heimsókn eftir mat og fengu að vera svoldið frameftir að leika inni hjá honum. Bjartur var ekkert á því að fara að sofa og gerði það ekki fyrr en seint, enda hátt upp eftir góðan dag...nú er bara eitt ár í hamstur sem mamma hans lofaði honum þegar hann var 3 eða 4 ára ;)
Myndir frá bekkjarafmælinu & afmælisveislunni

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

Hann getur síðan dundað sér við að spara næstu árin fyrir þessari dauðastjörnu...enda kostur hún ábyggilega 100þ kall hér á landi og ekki skrítið að þetta sé ekki flutt inn ;)