mánudagur, ágúst 13, 2012

Að horfa á eftir börnunum

krakkarnir
Fylgdi Sunnu í dag á leikjanámskið áður en að hún byrjar í grunnskóla. Merkilegt hvað tíminn líður hratt og þau vaxa fljótt upp. Ekki nóg með að hún hjólaði sjál alla leiðina heldur ætlaði Bjartur að fylgja henni heim, en hann mætir klukkutíma seinna á sitt leikjanámskeið.

Þegar ég fylgist með krökkunum vildi ég geta gefið þeim allt og uppfyllt allar þeirra óskir...en sem betur fer get ég það ekki. Þetta er þeirra líf og þau verða að upplifa það á sínum forsendum og hafa lítið að gera með að fá allt uppí hendurnar. Ég mun vissulega gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim og vil allt fyrir þau gera en ég verð líka að leyfa þeim að vaxa í friði.

Stundum dettur maður í það far að reyna að stjórna þeim og "móta" þau eftir mínum hugmyndum. Í staðin þarf ég að reyna að leiðbeina þeim í rétta átt ef þau fara ranga leið og vera til staðar ef þau þarfnast mín. En ég þarf reyndar líka að gefa mér tíma til að verja með þeim í þeirra "heimi". Það er merkilegt hvað ég get verið upptekinn við að sinna hlutum sem mér finnst mikilvægir og vissulega finnst mér ég eiga að gera það...en í raun skipta þeir engu máli þegar krakkarnir vilja hafa mann nálægt og gera (nánast) hvað það sem hugmyndaflugið dregur þau áfram í. Ef þau hafa áhuga á einhverju ætti það að vera nóg og ættu bara að fá stuðning í því, hversu óþolandi eða skítugt það kann að vera ;)

Stundum verð ég þó að ráða, en ég verð að komast inná að gera það að sameiginlegri niðurstöðu í stað þess að vera alltaf að stjórna og vinna með þeim að lausnum sem allir eru sáttir við (win-win).

Um daginn fékk Dagný martröð að pabbi(ég) væri skrímsli og mamma talaði við eins og ekkert væri eðilegra. Ég vil ekki vera skrímsli í augum barna minna og þarf að hugsa hvernig ég er kem fram við þetta yndislega fólk "mitt" þannig að ég verði aldrei skrímsli í þeirra augum...nema bara í stakri martröð =)

Engin ummæli: