sunnudagur, ágúst 19, 2012
Sunna fótboltastelpa
Fyrsta fótboltamótið hjá Sunnu var í dag. Við mættum snemma og fljótlega fylltist allt af ungum fótboltakeppendum og foreldrum. Þær voru nú ekki alveg með á nótunum hvað var að gerast í fyrsta leik og gaman að því hvað það þurfti að útskýra allt fyrir þeim. En þær voru fljótar að ná þessu og næsti leikur var á móti "gestaliði" sem vildi svo vel til að vera foreldrar. Þeim tókst nokkuð auðveldlega að sigra okkur og skemmtilegt að fá að taka þátt í mótinu með þeim (eða móti þeim).
Leikirnir voru kláraðir og gaman að sjá að leik loknum tókust þær í hendur og síðan dönsuðu liðin sem voru að spila saman í hring og sungu "Ole". Ég er ekki viss um það verði alltaf svo mikil samheldni í framtíðinni hjá þessum fótboltastelpum ;)
Síðan var verðlaunaafhending og myndataka af liðinu. Frábært mót og gaman að taka þátt og sjá þessar upprennandi fótboltastjörnur taka sín fyrstu skref.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli