miðvikudagur, ágúst 15, 2012

Vann mér inn broskall

Broskall á dagspassa í mu.is
Ég þurfti reyndar ekki að hafa mikið fyrir því að vinna mér inn þennan broskall um daginn. Í Fjölskyldu- & Húsdýragarðinum hafa í sumar verið uppblásnar kúlur sem hægt er að fara út á vatn. Ég fór...og fékk þennan broskall...þetta er reyndar til að merkja þar sem hver dagspassi má bara fara einu sinni...en ég held að þessi broskall hafi átt vel við því áhorfendur virtust skemmta sér vel. Ég tók nú ekki mikið eftir því en allir foreldrar voru mjög brosmildir þegar ég kom úr kúlunni og margir ábyggilega haft gaman af að horfa á mig veltast um. Þetta var samt alveg merkilega erfitt og var ég alveg búinn í góðan tíma á eftir =)

Engin ummæli: