mánudagur, ágúst 06, 2012
Sumarfrí á Seyðis
Eftir nokkra góða saga í sólinni heima fyrir skelltum við okkur með skarann í bílferð austur á Seyðisfjörð. Náðum að keyra með smástoppum alla leið á Akureyri þar sem við skelltum okkur í sund. Að baðferð lokinni fengum við okkur að borða og héldum ferðinni áfram og komum óvænt á Múlaveginn undir kvöld.
Blíðviðri tók á móti okkur á Seyðisfirði og mörg ár síðan við höfum fengið lengt í góðu veðri þar…ætli það hafi ekki verið svona gott því enginn vissi af komu okkar ;)
Sindri var með streptó og eitthvað þurfti ég nú að ná mér í pest og þrátt fyrir að reyna að halda henni í skefjum með verkjatöflum var ég orkulítill næstu vikuna.
Þrátt fyrir að við gerðum nú ekkert merkilegt þá er alltaf gott að vera í fríi (heima) á Seyðis. Hefði viljað hitta meira fólk og drekka meiri bjór, en það tókst að taka kortu með Snorra, fá spákaffi, njóta veðursins, sundferðir, hoppa á trampólínu, lækjarferðir, leikvellir, út að borða á Skaptfell (loksins fengum við okkur pizzu þar) og síðan haft það gott eins og hægt er að sjá af myndunum frá fríinu á Seyðis.
Eftir um 2 vikur lögðum við af stað heim og ákváðum að fara suðurleiðina. Vorum nú ekki jafn snemma á ferðinni eins og þegar við komum og lögðum ekki af stað fyrir rétt fyrir hádegi. Eftir klukkutíma ældi fyrsti krakkinn og næsti klukkutíma seinna þannig að það leit nú ekki út fyrir að þetta yrði auðveld ferð. Tókum sundferðina á Höfn þar sem við vorum svo "sein" fyrir og þurfti að þrífa suma eftir bílveikina.
Sindri var þá kominn einhverja augnsýkingu sem ágerðist yfir daginn og þegar við renndum inní bæinn fórum við með hann beint uppá vakt þar sem hann fékk lyf við auganu og var hann þá orðinn eins og vel kýldur slagsmálahundur en alveg merkilegt hvað hann var duglegur og lét ekki í sér heyra fyrr en þegar við renndum í hlað á vaktinni.
Hann náði sér svo strak og við áttum notalega daga heima þar til nú er sumarfríið á enda í ár og myndirnar í júlí eru bara af ferðum í húsdýragarðinn (enda fínt að nýta kortið). Rólegt og notalegt frí og gott að ná góðum tíma á Seyðis í góðu veðri =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli