föstudagur, ágúst 31, 2012

Gamification

Skráði mig í námskeið á netinu í Gamification sem byrjar mjög vel. Þegar eru tvær vikur búnar og fyrsta verkefnið sem var aðeins 5 spurningar en þó þurfti ég að hugsa mig vel um á 2 þeirra og önnur fannst mér snúin, en þetta endaði allt rétt eftir smá íhugun.

Námskeiðið er skemmtilega sett upp:
  • Myndskeið í hverri viku (um 5 stykki sem eru um 10 mín að lengd) og í þeim koma spurningar inná milli sem hægt er að svara, svona til að sjá hvort allir eru ekki öruglega að meðtaka ;)
  • 4 krossapróf þar sem niðurstöðurnar birtast strax og búið er að svara og skýring á möguleikunum. Reyndar er hægt að taka það oftar en einu sinni, á eftir að sjá hvernig það virkar.
  • 3 skrileg verkefni sem aðrir nemendur fara yfir og gefa einkunn (það verður fróðlegt, amk nóg af fólki en það voru 8000 nemendur búnir að skrá sig)
  • Lokapróf sem er krossapróf með áherslu á seinni hluta námskeiðsins
Fyrirlestrarnir eru stuttir og skemmtilegir og þægilegt að sjá kennarann samhliða (inná) glærunum og hann er líka aðeins að brjóta þetta upp t.d. með að hafa falin skilaboð í fyrstu myndböndunum...sem ég á enn eftir að reyna að leysa ;)
Mæli með að skoða Coursera því þarna eru námskeið af öllum toga og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Engin ummæli: